top of page

Markaðsleg einkaþjálfun

Markaðsstjórar starfa oft einir og hafa ekki þann munað að vera með teymi til að starfa með. 

Betur sjá augu en auga og á það sérstaklega við í markaðslegum verkefnum.

Í markaðslegri einkaþjálfun býðst markaðsstjórum eða markaðsdeildum að fá tíma með reyndum markaðsmanni til margra ára sem einnig hefur áratugalanga reynslu af kennslu til að rýna í vandamálin, ræða verkefnin og ögra viðkomandi til að gera enn betur.

Að sjálfsögðu ríkir trúnaður yfir öllum samskiptum á milli einkaþjálfarans og viðskiptavina.

Stakir fundir

Hægt er að bóka einstakan fund með einkaþjálfaranum þar sem hægt er að koma inn með tiltekið verkefni eða vandamál og við reynum að finna lausn í sameiningu.

Lengri verkefni

Stundum þarf meira en einn stakan fund til að finna lausnir. Sérstaklega getur það átt við um frumkvöðla sem eru með ótal hatta og meðal annars markaðsmálin. Þar vinnum við saman að því að efla þig.

Yfirlesturinn

Markaðsfólk er sífellt að vinna skýrslur og greiningar. Stundum er gott að fá fersk augu á textann og spyrja krefjandi spurninga varðandi innihaldið og framsetninguna. 

Hafa samband

Takk fyrir að hafa samband

bottom of page