Markaðsáætlun eða markaðssamskiptaáætlun?
top of page
  • Writer's pictureÞórarinn Hjálmarsson

Markaðsáætlun eða markaðssamskiptaáætlun?

"8 skrefa leiðarvísir að markaðsáætlun" var fyrirsögn sem greip mig þegar ég renndi í gegnum samfélagsmiðlana einn morguninn. Þegar ég kíkti á efnið var aukreitis staðhæfingar um ágæti þessa plaggs þar sem kom meðal annars fram að útbúinn hafi verið þessi leiðarvísir að "markaðsáætlun sem skilar árangri" - Ansi djarfar staðhæfingar.


En lítum á plaggið. Heilt yfir tikkar þetta í einhver box. Markmiðasetning, markhópar, miðlar, skilaboðin og aðgerðaráætlun er meðal þessara átta hluta sem farið er í gegnum. En þegar lesið er yfir efnisyfirlitið sést að þarna á sér stað grundvallar misskilningur. Þetta er ekki markaðsáætlun heldur markaðssamskiptaáætlun. Nú spyr lesandi sig mögulega...hver er munurinn?


Markaðssamskiptaáætlun einbeitir sér einvörðungu að einu af þeim sjö péum sem kölluð hafa verið kjarni markaðsfræðinnar/verkfærakista markaðsfólks - samval markaðsráða (Marketing mix). Áherslan er einvörðungu á samskipta péið og hinum sex haldið fyrir utan þetta og í raun haldið föstu.



Munur á markaðsáætlun og markaðssamskiptaáætlun. Það fyrra er stefnumarkandi skjal, það seinna byggir á því fyrra.

Þegar um er að ræða markaðsáætlun þá er farið í saumana á öllum sjö þáttunum, vörunni (product), verðinu (price), fólkinu (people), vettvangnum (place), samskiptunum (promotion), ferlunum (process) og umhverfinu (physical environment). Áætlanir fyrra árs eru skoðaðar, sett eru fram markmið, samkeppnin er skoðuð, umhverfið er skoðað og auðlindir eða hæfni fyrirtækisins eru skoðuð með hliðsjón af markmiðum. Út frá þessu eru markhópar skilgreindir og áætlun fyrir komandi ár sett fram. Þetta er mikil einföldun á löngu en nauðsynlegu ferli.


En aftur að pappírnum sem er til umræðu. Klárlega myndi þetta nýtast einhverjum til að móta aðgerðaráætlun til skemmri tíma, en hafa ber í huga að með seinni skrefunum er samkeppnisgreining. Best væri að vinna þá greiningu fyrst, átta sig á stöðunni og forðast það að nota SVÓT eða Pestel líkt og nefnt er í pappírnum. SVÓT er í raun samantekt á fyrri greiningum og forsenda þess er að umhverfið (PESTEL), samkeppnin og fyrirtækið sé greint áður en hægt er að tala um styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri.


En stóru spurningunum er ekki velt upp. Mögulega er verð vörunnar ekki í samræmi við gæði vörunnar? Mögulega er varan hreinlega ekki nógu góð? Mögulega er markhópurinn rangur? Mögulega eru skilaboðin röng og virðistilboðinu ekki komið nægjanlega vel á framfæri.


Kjarninn kannski er sá...þetta á ekki að vera auðvelt...markaðsstarf krefst þess að spurt sé erfiðra spurninga oft á tíðum og vandað sé til verka..það er ekki til nein galdralausn. Stóra spurningin er kannski hvort markaðsfræðingar (hvað er það?) hafi markaðssett sig nægjanlega vel?

23 views0 comments

Recent Posts

See All
Business Meeting

Markaðsleg einkaþjálfun

Hvað er það eiginlega og hvernig getur það gagnast mér?

bottom of page