top of page
  • Writer's pictureÞórarinn Hjálmarsson

Valkvæð heyrn (bananaeyru)

Fjölskyldan hefur stækkað og við hefur bæst lítill krúttlegur hvolpur sem hefur kætt fjölskyldumeðlimi mikið og bætt líf okkar til muna. Reyndar að verða komið ár og hvolpurinn stækkar....mikið....gleymdi að nefna að þetta er labrador svo hann er orðinn ansi stór. En gleðigjafi fyrir því.

Hann Bessi minn (hundurinn) er mikill karakter og margt sem einkennir hann hef ég einmitt frekar skrifað á hann sem einstakling frekar en tegundina í heild. Eitt þessara einkenna eru bananaeyru, sem eru svo víst ansi bara hluti af tegundinni samkvæmt myndinni.


Virðist heyra illa skipanir þegar það hentar honum en það að minnsta skrjáf í plastpoka heyrist innan veggja heimilisins og minn maður er stokkinn af stað til að sannreyna hvort hér sé um nammi að ræða.


En þessi bananaeyru eru einmitt til umræðu hér og eiginlega í beinu framhaldi af pistli sem Mark Ritson skrifaði á MarketingWeek þann 18. febrúar 2021.


Þar er Ritson að fjalla um AT&T og eitt stykki óánægðan viðskiptavin sem tók sig til og keypti auglýsingu í Wall Street Journal þar sem hann talaði beint til forstjóra fyrirtækisins og lýsti því að fyrirtækið væri með engu móti að standa við það loforð sem fyrirtækið er að senda út í gegnum markaðsefni sitt.


Ritson færir samtalið yfir í áhrifavaldar séu nú ekki alltaf einhverjar Instagram stjörnur. Þarna er áhrifavaldurinn á tíræðisaldri sem las þetta hárrétt. Vinnur enga Lúðra fyrir auglýsinguna en vissi nákvæmlega hvar ætti að birta auglýsinguna miðað við markhópinn, sem var einn einstaklingur (nano-markhópur).


En það er kannski síðasti liður pistilsins sem er mikilvægastur og vísar í þessa dæmisögu af hundinum mínum. Þar dregur Ritson fram þrjá lærdóma, sá síðasti klárlega mikilvægastur. Ekki abbast í eldra fólki.


En liður tvö snýr að kjarnahugtaki markaðfræðinnar, markaðshneigð. Hef oft skrifað um þetta hugtak og ætla kannski ekki að fara fjölyrða um það. En það er þessi hlustunar hluti, það að við séum vakandi og hlustandi út á markaðinn. Vakandi fyrir breytingum á markaði, vakandi fyrir samkeppninni, hlustandi á viðskiptavini, hlustandi á neytendur á markaðnum. Að við séum vakandi og miðlum þessum upplýsingum og myndum þekkingu og lærdóm af þeim.


Bananaeyrun koma þarna til sögunnar. Erum við vakandi fyrir þessu öllu saman? Erum við sannarlega markaðshneigð eða erum við eins og hvolpurinn sem heyrir bara í því sem hann vill heyra? Viljum við ekki alltaf bara fá hrósið?


Það auðvitað virðist líka loða eilítið við markaðsfólk að það sé alltaf hlaupið til og reynt að leysa stefnumarkandi vandamál með taktískum lausnum. Auglýsingaþreyta er ekki leyst með „virðisaukandi markaðsefni“, það er leyst með skýrari markaðshlutun, markhópagreiningum og viðeigandi skilaboðum og virðistilboðum til markhópsins. Það bjargar ekki vörumerkinu að stofna Instagram reikning til viðbótar við alla hina miðlana. Nú eru þau með bananaeyrun hætt að lesa. Kjarninn er sá að stundum þurfum við aðeins að stoppa, hlusta, líta til beggja hliða áður en við göngum yfir gangbrautina og höldum áfram.


Mögulega hefði AT&T getað sloppið betur frá þessum máli öllu ef fyrirtækið hefði fyrst sannreynt staðhæfingar sínar í markaðsefninu....er þetta reyndin....erum við að standa við virðistilboðið. Það þurfti mann á tíræðisaldri með $10.000 í veskinu til að draga amk annan bananan úr eyranu á fyrirtækinu og fá það til að standa við loforðið. Fyrirtækið kannski gleymdi að hlusta.


Ritson bendir svo einmitt á að þetta hefði kannski ekki gerst ef maðurinn hefði verið sex áratugum yngri og hefði hent þessu fram á Twitter eða álíka miðlum þar sem þetta hefði verið flaggað af einhverjum þjónustufulltrúa. Það þurfti gamla góða prentið og hyggjuvitið til að vita hvar þú myndir ná réttu augunum að auglýsingunni.


Og fyrst ég er með ykkur hér. Síminn, hvenær koma fleiri þáttaraðir af CSI inn á Premium?44 views0 comments

Recent Posts

See All

Verð

コメント


Business Meeting

Markaðsleg einkaþjálfun

Hvað er það eiginlega og hvernig getur það gagnast mér?

bottom of page