Ástríða í markaðsmálum
top of page
  • Writer's pictureÞórarinn Hjálmarsson

Ástríða í markaðsmálum

Titillinn segir margt. Ekki óalgeng krafa á væntanlega umsækjendur í markaðstengdum störfum. Í raun alveg merkilegt að nokkur skyldi vilja mennta sig í einhverju sem nóg er að hafa ástríðu og eða brennandi áhuga á. Gleymdi þessu með brennandi áhugann.


En það er jákvætt að opna svolítið starfið og fá fjölbreyttan umsækjendahóp. Ég er alls ekki að tala niður þá sem falla einvörðungu undir áhugann og ástríðuna og síður undir menntunina (verð aðeins að hnýta með það). Mögulega leynist í þessum fjölbreytta hópi næsti Philip Kotler eða Percival White...þó líkurnar séu frekar á að viðkomandi vilji frekar vera meira eins og Gary Vaynerchuck.


Fyrir einhverju síðan las ég fínar hugleiðingar hér á Linkedin (væri flott ef einhver nennti að henda link í athugasemd) þar sem höfundur velti fyrir sér af hverju markaðsstarfið ætti ekki sæti í stjórnum fyrirtækja (skráðum í kauphöll ef ég man rétt) og benti á erlendar rannsóknir þar sem sambærilegt væri að gerast einnig. Án þess að geta staðhæft um aðstæður erlendis þá velti ég því fyrir mér hvort þessi fjarvera talsmanns markaðsmála í stjórnum fyrirtækja tengist mögulega titli þessa pistils?



Þjáist þú af ástríðu fyrir markaðsmálum?

Ef við horfum á markaðfræðimenntun hérlendis þá má í raun skipta henni í þrennt. Fyrst ber að nefna öll þau námskeið sem í boði eru, lengri eða skemmri. Oft mjög sérhæfð námskeið.Svo er það háskólanám á grunnstigi. Þar fellur þetta undir nám í viðskiptafræðum og nemendur læra umfram markaðsfræðina fög eins og fjármál, bókhald, hagfræði og stjórnun. Allt saman eitthvað sem styður fyllilega við markaðsfræðina sem fræðigrein. Skulum ekki gleyma á hvaða grunni markaðfræðin sprettur en það er tilefni í annan pistil þar sem "marketing history" nördinn í mér fær vikilega að láta ljós sitt skína.Svo er það framhaldsnám, fólk sem byggir ofan á fyrirliggjandi menntun og starfsreynslu. Eflir sig til muna og dýpkar á fyrirliggjandi þekkingu.


En aftur að titlinum og þessari tengingu við stjórnarstörfin. Mögulega má skýra þennan skort á aðkomu markaðsstarfsins í stjórnum fyrirtækja einmitt á þessari ástríðu og brennandi áhuga. Mögulega eru þessar stöður mannaðar af fólki sem ekki eru taldar henta í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.


Ég held að sökin sé að hluta til hjá markaðsfólkinu sjálfu. Við höfum ekki staðið okkur nægjanlega vel í að verja okkar vígi. Höfum lagt ofuráherslu á að markaðssetja allt nema sérhæfinguna okkar sem leiðir af sér óljóst virðistilboð, opnar á allskonar samkeppni og hefur mögulega skert ímyndina að einhverju leiti.


Kannski er bara nóg að vera með brennandi ástríðu og áhuga fyrir einhverju....eða er það kannski sjálfgefið þegar fólk hefur lagt á sig langt háskólanám til að sérhæfa sig í einhverju? Það að leggja á sig alla vinnuna og fórnina til að mennta sig í þessu hlýtur að vera til marks um hvoru tveggja mikinn áhuga og mikla ástríðu fyrir þessari göfugu fræðigrein. Því segi ég...fólk með menntunina hefur klárlega ástríðu og áhuga. Ef við viljum fá markaðsfræðina inn í stjórn þá þurfum við að standa vörð um okkar fag.


Ég amk bíð spenntur eftir auglýsingu frá Landspítala þar sem óskað er eftir einhverjum með "brennandi áhuga á skurðlækningum" og "ástríðu fyrir lyflækningum".


Þórarinn Hjálmarsson, markaðsfræðingur

2 views0 comments

Recent Posts

See All
Business Meeting

Markaðsleg einkaþjálfun

Hvað er það eiginlega og hvernig getur það gagnast mér?

bottom of page