top of page
Þórarinn Hjálmarsson

Hæ hæ

Eins og þið hafið marg lesið heiti ég Þórarinn Hjálmarsson. Frá árinu 2007 hef ég unnið að markaðsmálum hérlendis og borið hina ólíku starfstitla. Frá árinu 2013 bætti ég við enn einum hattinum og fór að miðla þekkingu minni með nemendum Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands....þá markaðsfræðilegri þekkingu.

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

Aðeins nánar

Svo við köfum aðeins dýpra í söguna. Frá árinu 2007 hef ég semsagt starfað við markaðsmál með einum eða öðrum hætti, hvort sem það er sem markaðsfulltrúi, markaðsráðgjafi eða markaðsstjóri. Svo á því herrans ári 2013 bauðst mér tækifæri til að prófa kennslu í fyrsta skipti og varð "hooked" og hef síðan þá kennt bæði grunnnemum sem og meistaranemum hin fögru markaðsfræði. Að auki hef ég leiðbeint á þriðja tug nemenda með sín lokaverkefni á báðum námsstigum.

Af hverju markaðsleg einkaþjálfun?

Góð spurning. Af hverju ekki? Oft á tíðum eru markaðsdeildir fyrirtækja varla meira en markaðsstjórinn sjálfur. Því vantar þessum aðila kannski hreinlega einhvern til að veita sér endurgjöf á hugmyndir eða vangaveltur. En ég skrifa markaðsstjóri ansi oft þótt þetta sé ekki endilega alltaf sá aðili sem um ræðir. Oft er þetta í höndum eigendanna sjálfra eða einhvers annars að leiða markaðssetningu fyrirtækisins. Þeim aðila vantar mögulega faglegan stuðning við ákvarðanatökuna.

Markaðslegur einkaþjálfari er ekki hugsaður til að leysa fólkið af hendi, hugmyndin er að valdefla þá sem eru í þessari stöðu og styrkja þá enn betur í sínu starfi.

Af hverju hef ég aldrei heyrt um þetta áður?

Enn betri spurning. En nú hefur þú heyrt um þetta og vonandi get ég aðstoðað þig í framtíðinni.

Spjöllum

Sími

777-5900

Email

Linkedin

  • LinkedIn

Móttekið. Heyrumst

bottom of page