top of page
  • Writer's pictureÞórarinn Hjálmarsson

Bólusetning við hvimleiðri pest

Atvinnuhorfur markaðsfólks voru Mark Ritson hugleikin í pistli á vef MarketingWeek. Þar lagði hann til að markaðsfólk, jafnvel eitthvað sem hægt væri að þýða sem marlaðsfræðinga, myndu samlagast kröfum markaðarins og svara spurningum í atvinnuviðtali gegn bestu vitund. Þar vísar hann í þá ofurtrú að eitthvað eitthvað stafrænt sé lausnin við öllum markaðslegum vandamálum.

Í pistlinum gefur hann meira að segja heilræði og tillögur að svörum við mögulegum spurningum sem gætu komið upp í slíkum viðtölum.


Það er einmitt þessi ofurtrú á tactical lausnir og að þær í eðli sínu geti komið í stað stefnumarkandi hugsunar sem er viðfangsefnið hér. Veit að fyrirsögnin segir bólusetning en hinkrið aðeins.


Nú þegar nýtt áætlanaár hefst hjá flestum þá dembast yfir okkur spádómar um hvað verði möst á árinu. “Þessi miðill verður málið?”, “Þessi tæknilega lausn leysir allt!”. Allt svo sem ágætt en ef það er eitthvað sem við ættum að hafa lært af síðasta ári þá er það fyrst og fremst hve ríkjandi óvissan er.


Í grein Ritsons dregur hann fram ágætis stöðu markaðsfræðinnar og birtingarmynd hennar á atvinnumarkaði. Tactical lausnir koma í stað strategic hugsunar. Efnismarkaðssetning, snjallmenni, big data, growth hacking og guð má vita hvað annað kemur í stað stefnumótunar, greiningarvinnu og áætlanagerðar.


Þessu þarf að bólusetja fyrir. Ritson bendir á að tilgangurinn með að svara gegn betri þekkingu í atvinnuviðtali sé einmitt til að vonandi landa starfinu og geta hafið breytinguna innan frá.


Þessi ofurtrú á að stafrænar lausnir komi í stað vandaðs markaðsstarfs er ranghugsun. Allt upplýst markaðsfólk veit að þetta eru bara verkfæri til að ná fram markmiðum sínum, ekki til að leiða vinnuna.


Bóluefnið er markaðsfræði. Þeir sem eru vel að sér í henni sjá að keisarinn er allsber. Hann hefur keypt ósýnileg klæði. Það er okkar verk að vefja hann inn í hyljandi teppi þekkingar og vefa á hann ný klæði ofin í hinum margslungnu þráðum markaðsfræðinnar.

106 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Business Meeting

Markaðsleg einkaþjálfun

Hvað er það eiginlega og hvernig getur það gagnast mér?

bottom of page