top of page
  • Writer's pictureÞórarinn Hjálmarsson

Dreifileiðir og vörumerki

Miðvikudaginn 6. október 2004 birtist frétt á í DV undir fyrirsögninni "Bubbi með sérsmíðuð gleraugu". Tilefni fréttarinnar var fjölmiðlapistill sem Eiríkur Jónsson hafði birt deginum áður þar sem gleraugu Bubba Morteins voru til umtals...þá sér í lagi það að Eiríki sýndist sem Bubbi væri með "bensínstöðvagleraugu" á sér..eitthvað sem væri undarlegt þar sem eins og Eiríkur nefndi það "Bubbi er pjattaður að eðlisfari".


Ég hef áður talað um markaðsráðana og hversu frábært verkfæri þeir eru. Sérstaklega auðvitað verð, en það er annar markaðsráður sem er einnig mikilvægur en það eru dreifileiðir (place). Það hvar og hvernig viðskiptavinir geta nálgast vöruna.


Það er skiljanlegt að vilja gera vöruna sína eins aðgengilega fyrir viðskiptavini og hægt er. Hins vegar þarf að gæta þess hvort og þá hvaða hughrif sá vettvangur eða dreifileið hefur. Í þessu tilfelli hér að ofan þá er augljóst að báðir aðilar gefa í skyn að bensínstöðvar séu í reynd ekki besti staðurinn/dreifileiðin/vettvangurinn fyrir "kvaletístöff" eins og komist er að orði þar. Það er kannski eitthvað sem vert er að hafa í huga, jafnvel þótt að dreifileiðin/vettvangurinn hafi ansi marga kosti þá er alltaf þessi hughrif sem liggja í huga neytenda.


Skulum þó ekki gleyma að mögulega spilar inn í einhver menningarlegur munur og að bensínstöðvar séu í hávegum hafðar í öðrum löndum eða menningarheimum....en myndu kannski seint teljast sem besti vettvangurinn fyrir lúxus vörumerki...ekki nema við séum að tala um íspinna með lúxusdýfu.


Svo er það kannski hitt. Kannski eru bensínstöðvar smá eins og einstaklingur á miðjum aldri..börnin farin að heiman...nett tilvistarkreppa í gangi..orkuskipti....bensíntittirnir hættir og matseðillinn orðinn á pari við veitingastaði, ekki bara hin heiðarlega íslenska SS pylsa með öllu nema steiktum og Appelsín í gleri með lakkrísröri drukkið á staðnum. Kannski er næsta skref bara að geta mætt með mælingar frá augnlækni á næstu bensínstöð og máta umgjörð á meðan verið er að hlaða rafbílinn? Kannski er það næsta skrefið í tilvistarkreppu bensínstöðva....þær geta kannski orðið fullkominn sölustaður fyrir kvaletístöff!


Bensínstöð framtíðarinnar samkvæmt gervigreindinni
Bensínstöð framtíðarinnar samkvæmt gervigreindinni

69 views0 comments

Recent Posts

See All

Kommentare


Business Meeting

Markaðsleg einkaþjálfun

Hvað er það eiginlega og hvernig getur það gagnast mér?

bottom of page